365 tekur yfir Konunglega kvikmyndafélagið

Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson.

365 miðlar og hluthafar Konunglega kvikmyndafélagsins hafa komist að samkomulagi um að 365 miðlar taki yfir alla hluti í Konunglega kvikmyndafélaginu. Félagið rekur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð. 

Hinn 30. apríl tilkynnti Konunglega kvikmyndafélagið að félagið leitaði aukins hlutfjár til að styrkja rekstur félagsins, samhliða því sem öllum starfsmönnum þess var sagt upp störfum. Kostnaður við uppsetningu reyndist meiri en áætlaður var og ekki var vilji hluthafa til að skuldsetja áframhaldandi rekstur. Í kjölfar viðræðna aðila um hlutafjáraukningu varð niðurstaðan sú að 365 miðlar tækju yfir alla hluti í félaginu.

Fjölmiðillinn Bravó mun halda áfram. Nýir eigendur hafa hug á því að efla enn frekar starfsemi miðilsins, segir í fréttatilkynningu.

Aftur á móti hefur verið ákveðið að gefa Miklagarði sumarfrí frá og með 1. júní nk. og munu nýir eigendur endurhugsa grundvöll þeirrar stöðvar.

Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi Konunglega kvikmyndafélagsins, segir í fréttatilkynningu að hann sé ánægður með þessa niðurstöðu. „Vonir standa til þess að flestu því öfluga starfsfólki sem hefur unnið að þessu verkefni bjóðist áframhaldandi starf við fjölmiðla, og skiptir það höfuðmáli. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.“

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir í fréttatilkynningu að stofnun sjónvarpsstöðvanna tveggja hafi  að mörgu leyti verið áhugaverð tilraun og menn hafi prófað sig áfram með spennandi nýjungar. „Það er hins vegar ljóst að þessi rekstur hefur ekki fjárhagslegan grundvöll við núverandi efnahagsaðstæður. Áhugi okkar á þessu félagi byggir á því að við getum nýtt okkur tæknibúnað sem komið hefur verið upp og samþætt hluta af starfseminni við það sem við erum að gera.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK