Arctica hagnast um 373 milljónir

Arctica Finance.
Arctica Finance.

Hagnaður verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance fyrir skatta á árinu 2013 nam 373 milljónum króna en það er umtalsverð aukning frá fyrra ári þegar fyrirtækið hagnaðist um 116 milljónir.

Heildarrekstrartekjur Arctica jukust um 320 milljónir og námu alls 821 milljón króna á síðasta ári. Varð aukning í þóknanatekjum allra deilda félagsins.

Eigið fé Artica í árslok var 538 milljónir króna en eiginfjárhlutfall félagsins er 81,5%. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má hlutfallið ekki vera lægra en 8%. Heildareignir eru 709 milljónir króna og er félagið ekki með neinar vaxtaberandi skuldir.

Starfsmönnum fjölgaði á liðnu ári og voru 18 talsins í árslok. Arctica er alfarið í eigu starfsmanna en Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri og stjórnarformaður, og Stefán Þór Bjarnason framkvæmdastjóri eru stærstu hluthafar félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK