Breytingar á stjórnum Samskipa

Vesna Nevistic
Vesna Nevistic

Dr. Vesna Nevistic var á aðalfundi Samskipa fyrr í mánuðinum kjörin í stjórn Samskipa hf. og Samskip Holding BV. Kemur hún inn í stjórnirnar fyrir Ragnar Þór Jónsson.

Vesna er 48 ára gömul og er fædd í fyrrum Júgóslavíu. Hún lauk doktorsprófi í rafmangsverkfræði árið 1997 og var hún það sama ár ráðin til McKinsey. Árið 2006 færði hún sig til Goldman Sachs þar sem hún var stjórnandi til ársins 2009. Þá fór hún að starfa við breytingarstjórnun við UBS bankann. 

„Það er mikill fengur að fá svo reynslumikinn einstakling í stjórn, segir Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Samskip Holding BV. Dr Nevistic er hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og tengsl hennar og þekking er Samskipum mikilvæg. Með þessari breytingu uppfylla Samskip líka íslensk lög um kynjakvóta í stjórnum“

Stjórn Samskipa hf. er nú skipuð þeim Jens Holger Nielsen, formanni, Vesnu Nevistic og Ásbirni Gíslasyni. Stjórn Samskip Holding BV er nú skipuð þeim Ólafi Ólafssyni, formanni, Vesnu Nevistic og Hjörleifi Jakobssyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK