Delta flýgur daglega til Íslands

Flugvél frá Delta Airlines.
Flugvél frá Delta Airlines. AFP

Bandaríska flugfélagið Delta mun fljúga daglega milli Íslands og New York í sumar. Um er að ræða fjölgun frá í fyrra, en þá var ýmist flogið fimm eða sex daga vikunnar. Þetta er fjórða sumarið í röð sem Delta býður upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Kennedy flugvallar í New York og verður fyrsta flugferð ársins á fimmtudaginn kemur, 5. júní.

Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Perry Cantarutti, forstjóra Delta í Evrópu að félagið sjái fram á mikla fjölgun farþega á þessum legg á árinu. „Því er spáð að ferðamönnum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgi um 30% á þessu ári og Delta er að bregðast við þessum vaxandi áhuga með því að fjölga flugferðum,“ segir Cantarutti.

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta jákvætt fyrir innlenda ferðaþjónustu. „Það er mjög ánægjulegt fyrir íslenska ferðaþjónustu að Delta skuli fjölga ferðum til að mæta þessum mikla áhuga vestanhafs á Íslandi. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa löngum verið meðal mikilvægustu viðskiptavina ferðaþjónustunnar.“

Flogið verður með 167 sæta Boeing 757-200 þotu félagsins. Um borð eru 15 sæti á viðskiptafarrýminu BusinessElite og jafnframt er boðið upp á Economy Comfort farrými auk hins almenna farrýmis. 

Delta Air Lines flytur um 165 milljónir farþega árlega og er með 322 áfangastaði í 59 löndum í sex heimsálfum. Höfuðstöðvar þess eru í Atlanta í Bandaríkjuum og eru starfsmenn 80 þúsund talsins. Félagið hefur um 700 flugvélar til umráða, en það er auk þess í samstarfi við SkyTeam samstarfshópsins. 

Daglega býður Delta upp á 15.000 áætlunarferðir ásamt samstarfsfélögum sínum. Helstu miðstöðvar Delta eru í Amsterdam (Schiphol), Atlanta, Cincinnati, Detroit, Minneapolis-St.Paul, New York (LaGuardia og JFK), París (CDG), Salt Lake City og Tokyo (Narita). 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka