Ekki gert ráð fyrir frekari uppsögnum

Frá EVE Fanfest í Hörpu sem haldin var í byrjun …
Frá EVE Fanfest í Hörpu sem haldin var í byrjun maímánaðar. mbl.is/Golli

27 starfsmönnum tölvuleikjaframleiðandans CCP í höfuðstöðvum þess að Grandagarði í Reykjavík verður sagt upp í kjölfar áherslubreytinga félagsins. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að engar frekari uppsagnir séu ráðgerðar.

Allur gangur er á því hversu lengi starfsmennirnir, sem nú hefur verið sagt upp störfum, hafa starfað hjá fyrirtækinu. Sumir hafa starfað þar lengi, í fleiri ár, en aðrir ekki.

Að sögn Eldars verður alls 49 starfsmönnum sagt upp.

2,4 milljarða króna tap í fyrra

CCP tapaði alls 21,3 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, eða 2,4 millj­örðum ís­lenskra króna, á síðasta ári. Það má að miklu leyti rekja til af­skrifta og niður­færslu óefn­is­legra eigna. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og skatta (EBITDA) nam 19,8 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, sem jafngildir 2,2 millj­örðum ís­lenskra króna. 

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, sagði þá í samtali við mbl.is að tapið tengdist ekki beint rekstri félagsins. Tekjur þess hefðu til að mynda aldrei verið hærri.

Hins veg­ar hefði fyr­ir­tækið gert upp fortíðina og af­skrifað þró­un­ar­kostnað sem hefði verið bók­færður á eigna­hlið. Um væri að ræða eina staka niður­færslu eft­ir mjög ná­kvæma skoðun og áherslu­breyt­ingu.

Hann sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um þessar breytingar fyrr en líði á árið.

„Við erum að vaxa þegar horft er til EBITDA og tekna. Það er fyrst og fremst þró­un­ar­kostnaður­inn sem er tek­inn niður og það kem­ur niður á lok­aniður­stöðunni,“ sagði Hilm­ar. Hann sagði að fyr­ir­tækið hefði grandskoðað framtíðar­stefn­una og breytt um stefnu varðandi nokk­ur mál­efni. Ákveðinn hluti af þró­un­ar­vinnu hefði verið hluti af fortíðinni og að mik­il­vægt hefði verið að segja skilið við hann til að stefna inn í framtíðina. 

Frétt mbl.is: CCP leggur niður 49 störf

Frétt mbl.is: CCP horfir til framtíðar með hreinsun

mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK