Hættir við pöntun á sjötíu A350

A350 XWB á flugsýningunni í Singapúr.
A350 XWB á flugsýningunni í Singapúr. AFP

Emirates flugfélagið hefur hætt við pöntun á sjötíu A350 breiðþotum evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Emirates segir þetta hafa verið gert eftir að flotaþörf félagsins hafi verið endurmetin.

Félagið pantaði árið 2007 fimmtíu A350-900 og tuttugu A350-1000 og átti að fá þær fyrstu árið 2019. Talsmaður Airbus segir þetta engin áhrif hafa á áætlun flugvélaframleiðandans enda hafi 742 pantanir borist í A350 breiðþotur og reiknað sé með að pöntunum komi til með að fjölga það sem af er ári.

Fjárfestar tóku fréttunum illa og lækkuðu hlutabréf í Airbus um nærri fjögur prósent í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK