Airbus keppir við SpaceX í geimferðum

Evrópska stórfyrirtækið Airbus Group tilkynnti í dag um samstarf við franska vélaframleiðandann Safran vegna geimferðarverkefnis Airbus. Hyggst Airbus keppa við bandaríska geimferðarfyrirtækið SpaceX og er þegar farið að líkja samkeppninni við þá sem ríkir á milli Airbus og Boeing.

Meira að segja Marwan Lahoud, hjá Airbus Group, sagði fyrirtækið rekið áfram af samkeppnishugsjón. „Við lifum á sambærilegum tímum og þeim þegar farþegaflugið fór virkilega á flug með komu Airbus á markaðinn. Við komum með nýjar hugmyndir og áherslur og það sama verður uppi á teningnum á geimferðarmarkaðnum.“

Þrátt fyrir að verkefnið sé í samstarfið við franska fyrirtækið Safran halda menn því á lofti að um samevrópskt verkefni sé að ræða, sambærilegt því sem gerist í flugvélaframleiðslu Airbus.

Banda­ríska fyr­ir­tækið SpaceX varð fyrsta einka­fyr­ir­tækið til að skjóta á loft eig­in eld­flaug til Alþjóðlegu geim­stöðvar­inn­ar. Upp­hafsmaður SpaceX er Elon Musk sem einna þekktastur er fyrir að hafa stofnað bíla­fram­leiðand­ann Tesla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK