Kynna íslenskar afurðir í Kína

Sendinefndin í Kína
Sendinefndin í Kína Mynd/Íslandsstofa

Í tilefni þess fríverslunarsamningur Íslands og Kína tekur gildi um mánaðarmótin, er viðskiptasendinefnd íslenskra matvælaframleiðenda stödd í Peking. Markmið ferðarinnar er að koma á framfæri íslenskum sjávarafurðum og kynna ábyrgar fiskveiðar Íslendinga.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra er einnig staddur í borginni og hefur sendinefndin notið liðsinnis hans. 

Á fimmtudaginn kynnti sendinefndin sér starfsemi fiskmarkaða og fundaði með forsvarsmönnum þeirra, ásamt því að skoða hvernig staðið er að smásölu á hágæða innfluttri matvöru. Á föstudaginn var svo haldinn kynningarfundur þar sem líklegum kaupendum er kynnt sérstaða íslensks sjávarútvegs og færi gefið á viðskiptafundum. Utanríkisráðherra ávarpaði fundinn.

Í sendinefndinni eru fulltrúar eftirfarandi fyrirtækja; Icelandic Group, Arctic Fish, G. Ingason, Hafnarnes-VER, Matfugl, Icelandic Water Holding, Life Iceland og IS Seafood.

Sjá frétt á vef Íslandsstofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka