Fríverslunarsamningur við Kína tekur gildi

Íslenski og kín­verski fán­inn.
Íslenski og kín­verski fán­inn. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Í dag tók í gildi fríversl­un­ar­samn­ing­ur milli Íslands og Kína, en hann var samþykkt­ur af rík­is­stjórn­inni í janú­ar á þessu ári. Viðræðurn­ar, sem hóf­ust árið 2007 og lauk í fyrra, munu hafa áhrif á flesta vöru­flokka, en sam­kvæmt hon­um falla toll­ar niður á iðnaðar­vör­ur og sjáv­ar­af­urðir þegar við gildis­töku samn­ings­ins. Jafn­framt munu samn­ingsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýms­um unn­um land­búnaðar­vör­um. Toll­ar af til­tekn­um afurðum munu lækka skref fyr­ir skref yfir fyr­ir­fram til­greind­an tíma, gagn­vart inn­flutn­ingi á ís­lensk­um upp­runa­vör­um til Kína.

Nær til meiri­hluta af vöru­viðskipt­um land­anna

Við und­ir­rit­un samn­ings­ins var sagt frá því að hann myndi ná til um 99,8% af heild­ar­út­flutn­ingi Kína til Íslands, en á móti munu Kín­verj­ar fella niður alla tolla af 7.380 vör­um frá Íslandi, eða sem nem­ur 81,6% af ís­lensk­um inn­flutn­ingi til lands­ins. Þar á meðal eru sjáv­ar­út­vegs­vör­ur. Þegar samn­ing­ur­inn verður geng­inn full­kom­lega í gildi verða svo eng­ir toll­ar á 96% af vör­um sam­kvæmt toll­skrár­núm­er­um, eða 100% miðað við viðskipta­magn.

Þarf að vera flutt beint inn frá Kína

Til þess að vara fái niður­fell­ingu á toll­um þarf hún að vera flutt beint á milli land­anna tveggja, en þó er um­skip­un leyfi­lega. Ef vara er keypt t.d. í Evr­ópu og send þaðan, en er upp­runa­lega frá Kína, er ekki hægt að nýta samn­ing­inn.

Heild­ar­vöru­viðskipti ríkj­anna á tíma­bil­inu 2001 til 2012 hafa numið 7 til 44 millj­örðum króna á ári, mest árið 2008, en það helgaðist af miklu leyti til af sölu flug­véla frá Íslandi til Kína. Hlut­fall vöru­viðskipta við Kína af heild­ar­vöru­viðskipt­um Íslands hef­ur auk­ist á þessu tíma­bili, en það var 1,7% árið 2001 en fór hæst upp í 4,5% árið 2008. Töl­ur fyr­ir árið 2012 gefa til kynna að inn­flutn­ing­ur á vör­um frá Kína sé tæp­lega sex­fald­ur á við út­flutn­ing frá Íslandi til Kína.

Sjáv­ar­af­urðir stærst í út­flutn­ingi

Heild­ar­út­flutn­ing­ur til Kína hef­ur auk­ist mikið á þess­um tíma, eða úr 905 millj­ón­um upp í 7,6 millj­arða árið 2012. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu er helsta út­flutn­ings­vara Íslands til Kína sjáv­ar­af­urðir, en þær telja fyr­ir meira en 90% af heild­ar­vöru­út­flutn­ingn­um. Þar af eru karfi og grá­lúða stærstu flokk­arn­ir. Þá hef­ur nokkuð verið flutt út af loðnu, rækju, skel­fiski og botn­fiski. Mak­ríll var þá stærsti sjáv­ar­af­urðaflokk­ur­inn árið 2011, en þá flutti Ísland út fyr­ir 1,8 millj­arða króna til Kína af hon­um.

Hlut­ur land­búnaðar­af­urða í út­flutn­ingi til Kína var lít­ill sem eng­inn en á síðustu árum hef­ur haf­ist út­flutn­ing­ur á sauðfjár­af­urðum. Í flokki iðnaðar­vöru var m.a. flutt út kís­il­járn og raf­einda­vog­ir

Inn­flutn­ing­ur fimm­fald­ast á ára­tug

Inn­flutn­ing­ur frá Kína hef­ur fimm­fald­ast á síðasta ára­tug og nam árið 2011 rúm­um 35 millj­örðum, sam­an­borið við 6 millj­arða árið 2002. Er hann nú orðinn 7,4% af heild­ar­inn­flutn­ingi til Íslands árið 2011.

Stærstu inn­flutn­ings­vöru­flokk­arn­ir eru ýms­ar unn­ar vör­ur á borð við hús­gögn, fatnað og skó, vél­ar og sam­göngu­tæki t.d. tölv­ur, raf­einda- og fjar­skipta­búnaður. Einnig flyt­ur Ísland inn marg­vís­leg­ar fram­leiðslu­vör­ur t.d. járn og málm ásamt ólíf­ræn­um kemísk­um efn­um til efnaiðnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK