Hringdu býður ótakmarkað gagnamagn

Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu.
Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu. Mynd/Hringdu

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur ákveðið að bjóða ótakmarkað gagnamagn á öllum ADSL tengingum frá og með deginum í dag og að innan skamms muni það sama gilda um ljósnet og ljósleiðara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segist félagið vera að mæta ákvörðun Símans sem hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að það ætli að rukka fyrir allt gagnamagn frá og með 1. september.

Segir í tilkynningunni að Hringdu telji það slæma tilhögun fyrir neytendur að rukka fyrir allt gagnamagn og dragi úr gegnsæi og opni á frekari gjaldskrárhækkanir á fjarskiptamarkaði. „Með ótakmörkuðu gagnamagni þurfa notendur nú ekki lengur að velta fyrir sér hvort þeir séu að sækja eða senda frá sér of mikið af gögnum, og hvort gögnin séu erlendis eða innanlands,“ segir í tilkynningunni.

„Við erum ánægð með að hafa stigið þetta skref. Síminn hefur sennilega búist við að hin fjarskiptafyrirtækin færu að fordæmi þeirra, en við teljum að neytendur taki þessum möguleika fagnandi,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK