Nýir eigendur að Lifandi markaði

EE Developments hefur keypt rekstur Lifandi markaðs og mun áfram …
EE Developments hefur keypt rekstur Lifandi markaðs og mun áfram starfrækja verslun og veitingastað í Borgartúni. Mynd/Lifandi markaður

Eignarhaldsfélagið EE Developments hefur tekið yfir rekstur fyrirtækisins Lifandi markaðar og mun áfram starfrækja verslun og veitingastað í Borgartúni. Verslun og veitingastaður í Borgartúni munu opna aftur næstkomandi mánudag en nýir eigendur munu gefa sér nokkra daga til endurskipulagningar. Í tilkynningu kemur fram að eindreginn vilji sé til að endurráða það góða starfsfólk sem hefur haldið merki Lifandi markaðar á lofti með þekkingu sinni og góðri þjónustu.

EE Development sérhæfir sig í rekstri fasteigna en ætlar nú að hasla sér völl á sviði verslunar- og veitingareksturs. „Það er mikið kappsmál fyrir okkur að Lifandi markaður verði áfram í Borgartúni og við hlökkum til að opna dyrnar aftur fyrir viðskiptavini strax eftir helgi. Eðlilega eru ýmis mál sem leiða þarf til lykta áður en svo getur orðið,“ segir Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, hjá EE Developments, í tilkynningu frá félaginu.

„Það eru mikil tækifæri í því að reka veitingastað og verslun sem gerir út á þennan markað. Jafnvel þótt sumir framleiðendur lífrænna vara hafi átt undir högg að sækja þá erum við sannfærð um að sú vitundarvakning sem orðið hefur á meðal íslenskra neytenda muni breiðast enn frekar út,“ segir Þórdís Björk.

Frétt mbl.is: Lifandi markaður gjaldþrota

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK