Veitingastaðurinn Gló hefur keypt tvo af veitingastöðum Lifandi markaðar, en síðarnefnda fyrirtækið var nýlega úrskurðað gjaldþrota. Með kaupunum verða veitingastaðir Gló samtals fimm talsins. Staðirnir sem Gló kaupir eru í Kópavogi og Fákafeni, en fyrir átti Gló tvo staði í Reykjavík og einn í Hafnarfirði.
Þá verður horft til þess að færa eldhús staðarins yfir í nýja staðinn í Kópavogi. Þetta kemur fram í frétt vb.is, en þar er haft eftir Elíasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gló, að töluverðar breytingar verði gerðar á báðum stöðunum.
Lifandi markaður var úrskurðaður gjaldþrota fyrr í þessum mánuði, en félagið rak þrjá veitingastaði og búðir samhliða því. Eignarhaldsfélagið EE Developments tók yfir starfsemi verslunarinnar og veitingastaðarins í Borgartúni.