Gló kaupir hluta af Lifandi markaði

Gló keypti þá tvo staði sem eftir voru í þrotabúi …
Gló keypti þá tvo staði sem eftir voru í þrotabúi Lifandi markaðar. Mynd/Lifandi markaður

Veitingastaðurinn Gló hefur keypt tvo af veitingastöðum Lifandi markaðar, en síðarnefnda fyrirtækið var nýlega úrskurðað gjaldþrota. Með kaupunum verða veitingastaðir Gló samtals fimm talsins. Staðirnir sem Gló kaupir eru í Kópavogi og Fákafeni, en fyrir átti Gló tvo staði í Reykjavík og einn í Hafnarfirði.

Þá verður horft til þess að færa eldhús staðarins yfir í nýja staðinn í Kópavogi. Þetta kemur fram í frétt vb.is, en þar er haft eftir Elíasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gló, að töluverðar breytingar verði gerðar á báðum stöðunum.

Lifandi markaður var úrskurðaður gjaldþrota fyrr í þessum mánuði, en félagið rak þrjá veitingastaði og búðir samhliða því. Eignarhaldsfélagið EE Develop­ments tók yfir starfsemi versl­unarinnar og veit­ingastaðarins í Borg­ar­túni.

Sólveig Eiríksdóttir er eignadi Gló, en tveir af stöðum Lifandi …
Sólveig Eiríksdóttir er eignadi Gló, en tveir af stöðum Lifandi markaðar munu bætast við Gló-keðjuna með kaupunum. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK