Gló kaupir hluta af Lifandi markaði

Gló keypti þá tvo staði sem eftir voru í þrotabúi …
Gló keypti þá tvo staði sem eftir voru í þrotabúi Lifandi markaðar. Mynd/Lifandi markaður

Veit­ingastaður­inn Gló hef­ur keypt tvo af veit­inga­stöðum Lif­andi markaðar, en síðar­nefnda fyr­ir­tækið var ný­lega úr­sk­urðað gjaldþrota. Með kaup­un­um verða veit­ingastaðir Gló sam­tals fimm tals­ins. Staðirn­ir sem Gló kaup­ir eru í Kópa­vogi og Fáka­feni, en fyr­ir átti Gló tvo staði í Reykja­vík og einn í Hafnar­f­irði.

Þá verður horft til þess að færa eld­hús staðar­ins yfir í nýja staðinn í Kópa­vogi. Þetta kem­ur fram í frétt vb.is, en þar er haft eft­ir Elíasi Guðmunds­syni, fram­kvæmda­stjóra Gló, að tölu­verðar breyt­ing­ar verði gerðar á báðum stöðunum.

Lif­andi markaður var úr­sk­urðaður gjaldþrota fyrr í þess­um mánuði, en fé­lagið rak þrjá veit­ingastaði og búðir sam­hliða því. Eign­ar­halds­fé­lagið EE Develop­ments tók yfir starf­semi versl­un­ar­inn­ar og veit­ingastaðar­ins í Borg­ar­túni.

Sólveig Eiríksdóttir er eignadi Gló, en tveir af stöðum Lifandi …
Sól­veig Ei­ríks­dótt­ir er eigna­di Gló, en tveir af stöðum Lif­andi markaðar munu bæt­ast við Gló-keðjuna með kaup­un­um. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK