Skýrsla um lóðakaup útlendinga á Íslandi

Íbúar landa utan EES munu, samkvæmt nýrri skýrslu vinnuhóps um …
Íbúar landa utan EES munu, samkvæmt nýrri skýrslu vinnuhóps um erlenda fjárfestingu, ekki geta keypt jarðir nema upp að einum hektara án undanþágu ráðherra.

Gangi tillögur vinnuhóps um erlendar fjárfestingar eftir geta einstaklingar utan EES svæðisins keypt og leigt húsnæði hér án takmarkana, en fest yrði í lögum takmarkanir sömu einstaklinga að kaupa landsvæði.

Samkvæmt tillögunum telur nefndin rétt að engar eða óverulegar takmarkanir eigi að vera á fjárfestingum erlendra aðila í húsnæði. Þannig eigi allir að geta keypt eða leigt húsnæði hér á landi á sama hátt og íslenskir ríkisborgarar. Einu takmarkanir sem settar yrðu í þessu samhengi væri á fjölda fasteigna sem viðkomandi, eða tengdir aðilar, gætu keypt.

Þegar kemur að eignar- og afnotarétti yfir landi er í skýrslunni aftur á móti lagt til að festar verði í gildi nokkrar reglur. Þegar um land innan skipulagðs þéttbýlis er að ræða leggur nefndin það til að aðeins verði settar takmarkanir á eignarétt þegar stærð lands nær yfir 5 eða 10 hektara. Sem rökstuðning bendir nefndin á að 98% allra lóða séu innan við 5 hektara og 99% innan 10 hektara.

Ef um er að ræða land utan skipulagsð þéttbýlis eru takmarkanirnar ennþá strangari. Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir þessu í skýrslunni eru að þörf fyrir vernd matvælaframleiðslu til framtíðar, mikilvægi þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins, möguleika komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri framtíðar og umhverfisvernd og verndun menningar.

Af þessum sökum leggur nefndin til að heimildir erlendra aðila utan EES til að eignast land undir fasteign til að halda þar heimili verði takmarkaðar við einn hektara. Þá verði hverjum einstakling eða lögaðila aðeins heimilt að eiga eina lóð.

Þá verði sömu aðilum takmarkað að eignast land til atvinnustarfsemi utan skipulagðs þéttbýlis þannig að stærð lóðar sé ekki meiri en 5 til 10 hektarar og að aðeins sé ein lóð á hvern einstakling eða lögaðila. Að lokum mætti sú lóð ekki vera ofan hálendislínu.

Þó er haldið opnu að ráðherra geti samþykkt undanþágur allt að 25 hekturum vegna jarðakaupa þegna utan EES og víðtæari heimild til undanþága ef um er að ræða sérstaka atvinnuupbyggingu á tilteknu svæði.

Skýrsluna má í heild lesa á vef Innanríkisráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK