Dell tekur við greiðslum í bitcoin

AFP

Bandaríski tölvurisinn Dell hefur ákveðið að taka við greiðslum í rafmyntinnibitcoin. Fylgir fyrirtækið, sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi, þar með í fótspor stórfyrirtækja á borð við Overstock, DISH Network og Newegg. Talið er að Dell sé þó stærsta fyrirtækið sem taki nú við greiðslum í rafmyntinni.

Í tilkynningu á vef Dell segir að til að byrja með muni greiðslumátinn aðeins vera í boði fyrir viðskiptavini fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Þar er jafnframt bent á að greiðslumátinn skapi ákveðinn sveigjanleika fyrir viðskiptavini og sé til þess fallinn að draga úr kostnaði sem hlýst af viðskiptum með til dæmis hefðbundin kreditkort.

Fréttaskýrendur telja að fregnirnir séu stórtíðindi í heimi rafmyntarinnar og muni auka hróður hennar umtalsvert. Gengi bitcoin hefur verið nokkuð sveiflukennt en ljóst þykir að rafmyntin hafi sannað gildi sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka