Ætlar sér að fella Herbalife

Herbalife sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu fæðubótaefna.
Herbalife sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu fæðubótaefna.

Millj­arðamær­ing­ur­inn og vog­un­ar­sjóðsfor­stjór­inn Bill Ackm­an seg­ist í dag ætla að koma upp um „ótrú­leg svik“ fyr­ir­tæk­is­ins Her­bali­fe. Hann hef­ur sagt fyr­ir­tæk­inu Her­bali­fe stríð á hend­ur og lof­ar því að for­ráðamenn þess muni þurfa að grját­biðja um mis­kunn. „Þið munuð kom­ast að því af hverju Her­bali­fe mun fara á haus­inn,“ sagði Ackm­an í viðtali í gær. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ackm­an, sem fer fyr­ir Pers­hing Square Capital Mana­gement-vog­un­ar­sjóðnum, hót­ar Her­bali­fe en orð hans nú hafa haft þau áhrif að hluta­bréf í fæðubóta­efnaris­an­um féllu um 11% í gær.

Ackm­an mun síðar í dag kynna niður­stöður á rann­sókn sinni á nær­ing­arklúbb­um Her­bali­fe. Kynn­ing­in mun fara fram í New York.

Her­bali­fe hef­ur ávallt neitað ásök­un­um Ackm­ans og svaraði fyr­ir sig á Twitter í gær og sagðist sann­fært um heiðarleika fyr­ir­tæk­is­ins og að sann­leik­ur­inn myndi koma í ljós.

Ackm­an hef­ur margoft reynt að koma Her­bali­fe um koll. Hann hef­ur heitið því að gera hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu verðlaus. Hann seg­ir fyr­ir­tækið stunda óheiðarleg og ólög­leg viðskipti, m.a. í Kína.

Frétt For­bes um málið

Frétt Bloom­berg um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK