Gengi hlutabréfa í SeaWorld hrynur

Tilikum á sýningu í SeaWorld árið 2009.
Tilikum á sýningu í SeaWorld árið 2009.

Gengi hlutabréfa í skemmtigarðinum SeaWorld hefur hrunið um þrjátíu prósent á þessum ársfjórðungi. Mikil umræða hefur verið um illa meðferð dýra innan garðsins, sér í lagi háhyrninga, eftir að heimildarmyndin Blackfish kom út á síðasta ári.

Í myndinni sagði frá háhyrningnum Tilikum, , sem veiddist við stendur Íslands, en árið 1991 féll einn þjálf­ara hans ofan í laug­ina þar sem hann dvaldi og Tilik­um dró hana niður und­ir vatns­yf­ir­borðið þar til hún drukknaði. Stuttu síðar var Tilik­um seld­ur til SeaWorld í Or­lando.

Þar varð hann tveim­ur að bana. Fyrst árið 1999 þegar maður fannst lát­inn í búri hans einn morg­un­inn og aft­ur árið 2010 þegar hann drap þjálf­ara sinn til margra ára.

Alls eru ellefu SeaWorld garðar í Bandaríkjunum, en aðsókn í garðana féll um 5% á fyrri helmingi ársins. Stjórnendur fyrirtækisins spá því að aðsóknin muni halda áfram að falla, og falli alls um 7% þegar litið er til ársins í heild.

Þeir segja ástæður þess vera harðari samkeppni, dráttur á nýju aðdráttarafli í garðana, en einnig almenningsumræðan eftir að heimildarmyndin kom út, en fyrirtækið hefur alla tíð verið þögult um áhrif umræðunnar á fyrirtækið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK