Sjóvá greiðir 232 milljónir vegna stórbrunans

mbl.is/Eva Björk

Nettóáhrif stórbrunans í Skeifunni í Reykjavík, sem varð 6. júlí sl., á afkomu Sjóvár fyrir tekjuskatt á þriðja ársfjórðungi eru 232 milljónir króna. Þetta segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvar, í árshlutauppgjöri fyrirtækisins.

Fram kemur að hlutur Sjóvár í þessu tjóni sé nú metinn á 481 milljón og sé hlutur endurtryggjenda 281 milljón, þar sem eigin áhætta Sjóvár sé að hámarki 200 milljónir. Að auki þarf félagið samkvæmt endurtryggingasamningnum að endurnýja þá vátryggingavernd sem reyndi á í brunanum og greiða fyrir það 32 milljónir.

„Nettóáhrif brunans á afkomu Sjóvár fyrir tekjuskatt á þriðja ársfjórðungi eru því 232 m.kr.“ segir Hermann í tilkynningunni.

Árshlutauppgjör Sjóvár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK