Olíuframtíð Noregs í brennidepli

Rune Bjerke, forstjóri DNB.
Rune Bjerke, forstjóri DNB. Wikipedia/Kjetil Ree

Norska hagstofan spáir því að fjárfesting í olíuiðnaðinum muni lækka um 15% á næsta ári. Rune Bjerke, forstjóri stærsta banka Noregs, DNB, ræddi framtíðarhorfur iðnaðarins í erindi sínu á olíu- og gasráðstefnunni ONS sem fram fer í Stavangri í Noregi þessa stundina. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra er einnig á ráðstefnunni og fundaði hún með orku- og olíumálaráðherra Noregs í gær. 

„Of miklar sveiflur eru aldrei af hinu góða. Eitt ár með niðursveiflu þarf ekki endilega að vera neikvæð fyrir iðnaðinn ef árin þar á eftir eru mjög jákvæð. Margir búast við því að uppsveifla fylgi í kjölfarið á árunum 2016 og 2017,“ segir Bjerke. 

Hann segist ekki áhyggjufullur yfir langtímaþróuninni. „Ég sé fram á góða tíð hjá olíu- og gasframleiðendum. Á sama tíma sé ég mikil tækifæri innan endurnýtanlegrar orku og bættu nýtingarhlutfalli á orkugjöfum.“ Bjerke neitar fyrir að Norðmenn séu of háðir olíunni þrátt fyrir að fjárfesting í olíuiðnaðinum hafi aldrei verið stærra hlutfall af landsframleiðslu Norðmanna. „Nei ég held við séum ekki of háðir olíunni, ekki þegar við lítum á það hvernig við höfum farið með verðmætin sem við sköpum. Það gefur okkur möguleika til að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum.“

Meiri áhersla á skammtímagróða

Í erindi sínu á ráðstefnunni sagði Bjerke lága vexti hafa áhrif á fyrirtæki í olíuvinnslu um allan heim. „Óvissa um framtíðina eykur áhersluna á skammtímagróða. Þetta á ekki bara við um olíuiðnaðinn heldur flesta iðnaði í heiminum. Þú græðir lítið á því í dag að ræða um langtímafjárfestingar,“ sagði Bjerke. 

Sjá frétt Dagens næringsliv

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK