Gjaldeyrisútboðum lokið?

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Ekkert gjaldeyrisútboð er á dagskrá hjá Seðlabanka Íslands og er það í fyrsta skipti frá því að gjaldeyrisútboðin hófust í júní 2011.

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, segir það ekki endilega þýða að útboðsferlinu sé lokið. „Áður hefur komið fram að líklega verði  tilkynnt um það sérstaklega áður en síðasta útboð verður haldið,“ segir hann.

Síðasta útboð var haldið þann 2. september og hefur ekki verið tilkynnt um það næsta. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í gær í samtali við mbl.is að þetta gæti bent til þess að útboðsskrefunum væri lokið og að ákvörðunar um næstu skref í af­námi gjald­eyr­is­haft­anna væri að vænta.

Útboðin eru liður í los­un hafta á fjár­magnsviðskipt­um í sam­ræmi við áætl­un Seðlabank­ans um los­un gjald­eyr­is­hafta en þar hafa fjárfestar sem vilja fara út og fjárfestar sem vilja fjárfesta á Íslandi til langs tíma getað skipst á fjármunum án þess að það hafi áhrif á viðskiptagengi Íslands. Þannig var dregið úr hvata hjá óþol­in­móðustu fjár­fest­un­um til að fara í kring­um gjald­eyr­is­höft­in. Sé útboðsferlinu lokið væri næsta skref líklega ákvörðun um hvernig eigi að takast á við þrotabú bankanna og hvernig samninga eigi að gera við þau.

Stefán Jóhann segir að sífellt sé verið að endurmeta næstu skref en vildi ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK