Landsbankinn segir upp 18 starfsmönnum

Höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Fram að áramótum mun starfsmönnum Landsbankans fækka um 40. Bankinn hefur sagt upp 18 manns en aðrir munu láta af störfum vegna aldurs. Fækkunin nær til flestra sviða bankans og á sér stað í Reykjavík og á landsbyggðinni. Stöðugildum hefur fækkað um 150 á undanförnum árum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum, en þar segir að áfram sé unnið að breytingum í bankanum sem muni leiða til hagræðingar og einföldunar í rekstri líkt og gert hafi verið undanfarin ár.

„Sú breyting sem helst snertir viðskiptavini Landsbankans er lokun afgreiðslu í Sandgerði frá og með 11. október. Hluti starfsmanna þar færist í útibú bankans í Reykjanesbæ.

Bakvinnsla sem starfrækt hefur verið í Reykjanesbæ verður flutt í starfsstöð bankans í Mjódd í Reykjavík. Starfsmönnum úr Reykjanesbæ bjóðast störf þar. Frá deginum í dag verður starfsemi þjónustuvers bankans á Selfossi hætt og skiptiborð bankans á Akureyri verður sameinað starfsemi þjónustuversins þar. Þjónustuver er nú starfrækt bæði á Akureyri og í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni

Þá segir, að breytingar síðustu ára snúi annars vegar að aukinni skilvirkni og einföldun á vinnulagi og hins vegar að hagræðingu vegna þess að stórum verkefnum, t.d. fjárhagslegri endurskipulagningu viðskiptavina sé að ljúka og staða bæði heimila og fyrirtækja fari jafnt og þétt batnandi. Síðast en ekki síst séu breytingar svar við þróun sem á sér stað í bankastarfsemi, þar sem viðskiptavinir kjósa í síauknum mæli að nýta sér rafræn samskipti við banka.

„Þetta hefur m.a. leitt til fækkunar stöðugilda um 150 á undanförnum árum og sú fækkun hefur að langstærstum hluta byggst á eðlilegri starfsmannaveltu, þar sem ekki er ráðið í störf sem losna, eða starfsmenn hætta vegna aldurs. Fyrirséð er að um 40 starfsmenn til viðbótar láti af störfum fram að áramótum, 18 vegna uppsagna nú, en aðrir vegna aldurs. Fækkunin nær til flestra sviða bankans og á sér stað í Reykjavík og á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK