Breska lággjaldaflugfélagið easyJet gekk í dag frá kaupum á 27 farþegaþotum af gerðinni A320. Fram kemur í frétt AFP að miðað við listaverð flugvélaframleiðandans Airbus kosta þoturnar rúmlega tvo milljarða dollara.
Farþegaþoturnar verða afhenta á tímabilinu 2015-2018. Fram kemur í yfirlýsingu frá easyJet að fyrirtækið hafi náð fram umtalsverðum afslætti frá listaverðinu. Upphaflega var tilkynnt um pöntun easyJet á þotunum árið 2002.