Breskt viðskiptalíf andar léttar í kjölfar þess að meirihluti skoskra kjósenda hafnaði því í þjóðaratkvæði í gær að slíta Skotland frá breska konungdæminu. Þetta kemur fram í frétt AFP.
Óttast var að færi kosningin á annan veg myndi fjármagn flýja frá Skotlandi á sama tíma og óvissa yrði um framtíðarskipan peningamála landsins, tekjur af olíuvinnslu, veru þess í Evrópusambandinu og hvernig skuldum breska ríkisins yrði skipt upp.
Fyrir vikið segir í fréttinni að breskir bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafi hætt við áform um að flytja starfsemi sína til Englands.