Bankastjóri orðinn dofinn í starfi

Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason, skjólstæðingur Sigurðar, í Héraðsdómi …
Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason, skjólstæðingur Sigurðar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þórður Arnar Þórðarson

Með veitingu sjálfskuldarábyrgðar voru lánareglur Landsbankans þverbrotnar. Þannig fóru ákærðu út fyrir heimildir sínar og misnotuðu aðstöðuna. Þetta kom fram í máli ákæruvaldsins við munnlegan málflutning í máli sérstaks saksóknara gegn Sig­ur­jóni Árna­syni, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sig­ríði El­ínu Sig­fús­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, sem fer fram fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

Eru þau ákærð fyr­ir umboðssvik með því að hafa í störf­um sín­um fyr­ir lána­nefnd bank­ans mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til veit­ing­ar ábyrgða. Bæði neita þau sök og margít­rekaði Sig­ur­jón í skýrslu­töku fyr­ir dóm­in­um á mánudag að málið væri byggt á mis­skiln­ingi ákæru­valds­ins. „Við vor­um að draga úr áhættu bank­ans,“ sagði Sig­ur­jón.

Skúffufélög héldu utan um kauprétt starfsmanna

Tel­ur ákæru­valdið að veit­ing sjálfskuldarábyrgðar­ bankans á lánasamningum aflandsfélaganna Empenna­ge Inc. og Zim­hamCorp við Kaupþing, sem af­greidd­ var á milli funda lána­nefnd­ar, hafi brotið í bága við lána­regl­ur bank­ans og seg­ir í ákæru að eng­ar und­ir­liggj­andi ábyrgðir hafi verið fyr­ir lán­un­um. Fé­lögin voru skráð á Panama og héldu utan um kauprétt starfs­manna Lands­bank­ans. Hljóðaði ábyrgðin upp á 6,8 millj­arða króna. Upphaflega var lánið í tveimur félögum, þ.e. Empenna­ge Inc. og Zim­hamCorp. og skiptust 6,8 milljarðarnir þeirra á milli. Síðar var láninu hins vegar alfarið komið yfir í fyrrnefnt félag.

Á mánudag bentu Sigurjón og Sigríður Elín á að bréfin hafi legið til ábyrgðar láninu og undirliggjandi ábyrgð hafi þannig verið til staðar. Í málflutningnum í dag benti ákæruvaldið á að hlutbréfin væru ekki ásættanleg trygging samkvæmt lánareglum bankans þar sem þau hafi verið yfirveðsett en veðsetningarhlutfall þeirra mátti ekki vera yfir 50%. Í þessu tilviki var veðþekjan hins vegar komin upp í 92% á tímabili.

Þá var einnig bent á rannsóknarskýrslu Alþingis sem segir bréf í eigin fyrirtæki vera vafasama tryggingu þar sem veruleg hætta sé á að fyrirtæki láti hjá líða að ganga á slíka tryggingu þegar verð þeirra lækkar.

Ekki ástæðulausar lánareglur

„Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög, með hundrað prósent lánsfjármögnun,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara, og ræddi um áhættuna sem fylgdi því að lána félögunum. „Fjármálastofnunum og stjórnendum er treyst fyrir miklum fjármunum og eru því settar strangar útlánareglur sem hafa yfir að ráða tryggu ferli við útlán til að takmarka áhættu.“

Sigurjón benti á mánudag á að hann hafi í raun mátt allt í krafti stöðu sinnar. „Þetta er ekki rétt. Það að bankastjóri hafi átt hlut að setningu lánareglna skapar ekki svigrúm. Lánareglur voru ekki gefnar út að ástæðulausu,“ sagði hún og bætti síðar við að þetta sýndi hversu dofinn ákærði hefði verið orðinn í störfum sínum fyrir bankann.

Þá var margvísað í dóm Hæstaréttar í Exeter málinu svokallaða þar sem Hæstiréttur var ósammála því að sparisjóðsstjóri hafi átt sjálfstætt mat um gildi trygginga, líkt og ákærðu hafa gert í málinu. Þar taldi Hæstiréttur að þegar sparisjóðsstjóri veitti lán á grundvelli heimildar sinnar þyrfti hann augljóslega að fara eftir meginreglum Byrs.

„Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldaábyrgðar til þessara skúffufélaga á Panama,“ sagði saksóknarinn og ítrekaði að lánareglur hafi verið þverbrotnar. „Það að ákærði Sigurjón hafi þekkt vel til þessa félaga breytir engu þar um.“

Ákærandi dró þá í efa orð Sigurjóns um að með þessu hafi verið dregið úr áhættu fyrir bankann og þetta hafi verið hagkvæmasti kosturinn við veitingu kaupréttar. „Augljóst er að það þurfti að meta þetta með sama hætti og öll önnur lán,“ sagði hún. „Með lækkandi gengi bréfi hefði orðið tafarlaust fjártjón fyrir bankann.“ Bent var þá á að ákærðu höfðu bæði kaupréttarsamninga við bankann og höfðu því mikla hagsmuni af málinu. „Ekki er hægt að fallast á að starfskjarastefna bankans gangi framar lánareglum hans.“

Frétt mbl.is: Í rúminu með vinkonu eiginkonunnar

Frétt mbl.is: „Vorum að draga úr áhættu“

Sigurjón Þorvaldur Árnason í héraðsdómi í gær.
Sigurjón Þorvaldur Árnason í héraðsdómi í gær. Þórður Arnar Þórðarson
Elín Sigfúsdóttir og Helga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi hennar, í Héraðsdómi …
Elín Sigfúsdóttir og Helga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi hennar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK