Vilja nýyrði fyrir „takeaway“

Starfsmenn aha.is
Starfsmenn aha.is

Vefsíðan aha.is hef­ur ákveðið að efna til nýyrðasam­keppni þar sem for­svars­mönn­um henn­ar þykir ekk­ert not­hæft ís­lenskt orð yfir það sem kallað er „takeaway“ á ensku. Efnt er til keppn­inn­ar af því til­efni að tek­in hef­ur verið upp veit­ingaþjón­usta á vefn­um.

Not­end­um síðunn­ar gefst kost­ur á að velja af mat­seðlum um þrjá­tíu veit­ingastaða, sækja svo mat­inn eða fá send­an heim gegn gjaldi. Þegar viðskipta­vin­ur­inn hef­ur pantað af mat­seðli, á vefsíðu eða úr appi aha.is, birt­ist pönt­un­in á skjá hjá veit­inga­hús­inu og ráðstaf­an­ir eru þegar gerðar til að út­vega flutn­ing á matn­um, sé heimsend­ing­ar óskað.

Greiðsla fyr­ir mat­inn fer fram í app­inu eða á vefsíðunni með debit eða kred­it­korti þannig að greiðsla er frá­geng­in við pönt­un.

„Sem fyrr seg­ir hef­ur mjög færst í vöxt að fólk panti sér mat af veit­inga­stöðum til neyslu heima. Ekk­ert not­hæft ís­lenskt orð er til yfir það sem kallað er takeaway á ensku. Í til­efni af opn­un veit­ingaþjón­ust­unn­ar efn­ir aha.is nú til nýyrðasam­keppni um ís­lenskt orð í staðinn fyr­ir ensku slett­una takeaway. Í verðlaun er út­tekt að upp­hæð 50.000 kr. á veit­inga­vef aha.is og iP­ho­ne 6,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK