Nýr konungur háloftanna

Airbus A380 ofurþota.
Airbus A380 ofurþota. AFP

„Þessi vél skiptir sköpum. Áður var 747 titluð konungur háloftanna og um áraraðir, en nýr kongungur hefur tekið við völdum, A380,“ sagði bandaríski leikarinn John Travolta á D/FW alþjóðaflugvellinum í Dallas á mánudag. Þá lenti A380 ofurþota ástralska flugfélagsins á vellinum í fyrsta skipti.

Travolta má kalla sendiherra Qantas sem skýrir veru hans á D/FW flugvellinum. Þetta voru viss tímamót fyrir Qantas sem skipti út Boeing 747 farþegaþotu sinni fyrir Airbus A380 á flugleiðnni frá Sydney til Dallas. „Einna hagstæðast fyrir Qantas er að nú þarf ekki að millilenda,“ sagði Travolta. „Á 747 vélinni þurfti að koma við í Brisbane en A380 fer alla leið í einu.“

Og leiðin er löng, 13.805 kílómetrar á 15 klukkustundum með 484 farþega. Leiðin er sú lengsta sem flogin er með farþega og A380 stærsta farþegaþota heims.

Ódýrustu miðarnir eru á um 230 þúsund krónur en hægt er að fá miða á allt að 1,5 miljón króna. Og fæstir eru farþegarnir á leið til Dallas heldur er flugvöllurinn tengipunktur við flugvelli í Norður-Ameríku og Suður-Ameríku.

Qantas.
Qantas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK