Hjálmar í viðræðum við Kjarnann

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket segist hafa átt í viðræðum við eigendur Kjarnans um mögulega hlutafjáraukningu. 

„Ég get staðfest það að við höfum rætt saman en það er ekkert ákveðið í þeim málum, þetta eru bara opnar viðræður,“ segir Hjálmar í samtali við mbl.is. Hann staðfestir einnig að það séu fleiri í viðræðum við Kjarnann, en að ekkert liggi fyrir að svo stöddu. 

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans segir í samtali við mbl.is að hlutafé hafi ekki verið aukið að svo stöddu og að eignarhaldið sé eins og skráð er hjá Fjölmiðlanefnd. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það hvort stæði til að auka hlutafé í félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK