Rannveig Rist áfram forstjóri

Rannveig Rist
Rannveig Rist Eggert Jóhannesson

Engar breytingar verða gerðar á stöðu Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, að svo stöddu og mun hún ekki tjá sig um ákæru sérstaks saksóknara. Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Alcan. Ekki hefur náðst í Rannveigu í dag.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur ákært fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra og fjóra fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn SPRON fyr­ir umboðssvik. Rann­veig Rist er á meðal ákærðra stjórnarmanna. Frétta­vef­ur Rík­is­út­varps­ins greindi frá ákærunni í gær­kvöldi og kemur þar fram að ákært sé fyr­ir tveggja millj­arða króna lán SPRON til Ex­ista sem veitt var 30. sept­em­ber 2008. Lánið var veitt til þrjá­tíu daga.

Aðrir sem eru ákærðir eru Guðmund­ur Örn Hauks­son spari­sjóðsstjóri og stjórn­ar­menn­irn­ir Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist.

Samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara verður ákæran birt þeim í dag. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur verður málið þingfest þann 13. október.

Margrét Guðmundsdóttir starfar sem forstjóri Icepharma og stjórnarformaður N1. Ekki hefur náðst í Margréti en samkvæmt hlutafélagalögum þyrfti hún að víkja úr stjórn N1 ef henni verður dæmd refsing í málinu. Þá má einnig nefna að Rannveig situr í stjórn HB Granda og gildir það sama um hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK