Vantar fjárfesta fyrir Hörpu hótel

Hörpureiturinn
Hörpureiturinn mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lengri tíma tekur að finna fjárfesta fyrir uppbyggingu nýs fimm stjörnu hótels við Hörpu en áætlað var. Upphaflega átti fjármögnun að vera lokið fyrir lok janúarmánaðar og áttu framkvæmdir að hefjast á árinu. Fjárfestirinn Bala Kam­allak­har­an segir viðræður enn standa yfir enda sé verið að safna um fjórtán milljörðum króna.

Það er fjár­fest­ingarhóp­ur­ í eigu Auro In­vest­ment Partners, Mann­vit og arki­tekta­stof­unnar T.ark sem stendur að verkefninu og fer Bala fyr­ir Auro In­vest­ment. „Við erum að tala um að safna fjórtán milljörðum króna, þannig að það eru margar spurningar sem við þurfum að ræða. Við höldum þó áfram,“ segir hann í samtali við mbl.is

Ekki ljóst hvort hótelið verði W Hotel

Í mars var greint frá því að hót­elkeðjan W Hotels hefði skráð vörumerki sitt á Íslandi en hún, ásamt Marriot, hafði áður verið nefnd sem líklegur samstarfsaðili vegna upp­bygg­ing­ar hótelsins. Bala segir W hafa skráð vörumerki sitt á eigin vegum vegna þess að þeir hafi áhuga á að opna slíkt hótel á Íslandi. Ekki liggur hins vegar ennþá fyrir hvort Hörpu hótelið verði W Hótel.  „W er gott vörumerki en það eru einnig til önnur góð vörumerki,“ segir Bala. „Við eigum eftir að ræða þetta betur.“ 

W Hotels er lúxuskeðja í eigu Starwoods hótefélagsins sem einnig rekur hótelin West­in og Sherat­on ásamt öðrum. W er al­mennt markaðssett fyr­ir yngri mark­hópa en aðrar lúxuskeðjur Starwoods fyr­ir­tæk­is­ins og rek­ur í dag meira en 45 hót­el í 24 lönd­um.

Þá er ekki ennþá búið að ákveða hvert nafn hótelsins verður og segir Bala að ekki sé unnt að ákveða það fyrr en verkefnið hefur fjár­magnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK