WOW rukkar fyrir handfarangur

Skúli Mogensen, aðaleigandi WOW air.
Skúli Mogensen, aðaleigandi WOW air. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flugfélagið WOW air bæði tók upp á því um mánaðamótin síðustu að rukka fyrir handfarangur en einnig var gjald fyrir innritaðan farangur hækkað. Farþegar WOW mega aðeins taka með sér handfarangurstöskur sem vega í mesta lagi fimm kíló án þess að greiða fyrir flutninginn.

Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista. Þar segir að fyrir ári hafi upplýsingafulltrúi félagsins sagt að ekki stæði til að rukka fyrir handfarangur.

Í upphafi mánaðar var reglunum hins vegar breytt kaupa þarf auka handfarangursheimild ef taskan er þyngri en fimm kíló, en hún má í mesta lagi vera 12 kíló.

Gjaldið er 1.999 krónur ef flugtíminn er skemmri en fjórir tímar en annars er gjaldið 2.999 krónur. Þó aðeins ef heimildin er bókuð á netinu. Sá sem greiðir fyrir handfarangurinn á flugvellinum borgar 3.999 til 8.399 krónur fyrir hvern fluglegg.

Þá hefur gjald á innrituðum farangri í lengri flugferðum verið hækkað upp í 4.999 krónur. Það á við um flug til Alicante, Barcelona, Mílanó, Róm, Salzburg, Vilníus. Farþegi sem innritar eina ferðatösku í flug til Spánar og til baka borgar því nærri tíu þúsund krónur aukalega.

Frétt Túrista

WOW air
WOW air WOW air
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK