Þyngdin skiptir máli

Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.

Það getur verið snúið að bera saman verð á flugfargjöldum þegar ýmis konar gjöld eiga eftir að bætast við verðið. Það skiptir máli hvort þú sért með handfarangur eða innritaðan  farangur að ógleymdu því hversu þungur hann er. Mbl.is gerði verðsamanburð til þess að glöggva sig betur á myndinni.

Flugfélagið WOW hóf um mánaðarmótin að rukka sérstaklega fyrir handfarangur, sé hann þyngri en fimm kíló. Gjaldið er 1.999 krón­ur ef flug­tím­inn er skemmri en fjór­ir tím­ar en annars er gjaldið 2.999 krón­ur. Þetta á þó einungis við ef handfarangurinn er bókaður á net­inu, en þeir sem gera það ekki þurfa að greiða frá 3.999 krónum til 8.399 fyr­ir hvern flug­legg.

Þungur fríhafnarpoki skiptir ekki máli

Þá gæti farangurinn einnig verið vigtaður við hliðið ef marka má verðskrána þar sem verðið fer upp í 6.999 krónur sé greitt við hliðið í skemmri flugum en 8.399 krónur í lengri flugum. Ekki verður rukkað sérstaklega fyrir þunga fríhafnarpoka ef marka má heimasíðu fyrirtækisins en þar segir einungis að hafa megi með sér fríhafnarpoka inn í vél.

Nefna má að fyrir ári síðan sagði upplýsingafulltrúi WOW, Svanhvít Friðriksdóttir, í samtali við Túrista, að ekki stæði til að rukka farþega félagsins fyrir handfarangur.

Í svari frá WOW segir að farþegar sem keyptu miða fyrir 1. október fái upprunalegu heimildina og geta því tekið með sér handfarangur allt að 10 kíló án þess að greiða aukalega fyrir það og þurfa því ekki að breyta neinu í bókun sinni.

Farangursgjaldið hækkað í sumar

Þá þarf einnig að greiða sérstaklega fyrir töskur. Kostar það 3.999 krónur að fljúga aðra leið með tösku í skemmri tíma en fjórar klukkustundir. Hafir þú hins vegar ekki bókað það á netinu er verðið 5.999 krónur. Sé flugið lengra er verðið 4.999 og 6.999 krónur. Var töskugjaldið hækkað í sumar um 14,4% eða úr 3.495 krónum.

Blaðamaður gerði verðsamanburð hjá Icelandair og WOW á helgarferð til Kaupmannahafnar á næstunni; Flug út á fimmtudeginum 16. október og heim sunnudaginn 19. október. Athuga ber að ódýrara flug væri mögulega hægt að fá á öðrum dagsetningum.

Farangurinn skiptir miklu máli

Hjá Icelandair blasir heildarverðið snemma við í bókunarferlinu og nemur það 56.790 krónum. Innifalið í því verði er bæði handfarangurstaska og ein innrituð farangurstaska. Hjá WOW er flugfarið ásamt sköttum og bókunargjaldi töluvert ódýrara eða 41.333 krónur. Þá á farangursheimildin hins vegar eftir að bætast við og nemur hún alls 11.996 krónum ef tekin er ein handfarangurstaska, þyngri en fimm kíló, hvora leið og ein farangurstaska. Kostar sama flug þá 53.329 krónur. Hafir þú ekki bókað farangurinn á netinu kostar flugið hins vegar 61.329 krónur og verður þar með dýrara en flug Icelandair.

Sé leitað eftir sama fluginu á flugleitarsíðunni Dohop kemur verð WOW upp án bókunargjaldsins er nemur 999 krónum og breytilegs farangursgjalds og virðist þar sama ferð kosta 40.334 krónur.

Frétt mbl: WOW rukkar fyrir handfarangur

Flugvél Icelandair á flugvellinum í Glasgow.
Flugvél Icelandair á flugvellinum í Glasgow.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK