Sú fullkomnasta sinnar tegundar

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði verksmiðjuna formlega í …
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði verksmiðjuna formlega í dag. Photographer.is / Geirix

Örþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs á Reykjanesi var formlega opnuð í dag en hún er sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum og nam kostnaður við uppbyggingu hennar um tveimur milljörðum króna. Um tuttugu manns hafa þegar hafið störf hjá verksmiðjunni en í heildina á hún að skapa þrjátíu störf.

Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Framkvæmdastjóri fyritækisins er Skarphéðinn Orri Björnsson sem hefur um árabil starfað í lyfjageiranum, meðal annars hjá Actavis og einnig sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum vegna uppbyggingar á nútíma lyfjaverksmiðjum í Afríku.

Í versksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus Pluvialis. Úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Að sögn Skarphéðins er mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og annar heimsframleiðslan hvergi nærri eftirspurn.

Skilyrði til grænnar hátækniframleiðslu af þessu tagi eru talin sérstaklega hagstæð hér á landi, en nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg afhending orku og hæft starfsfólk eru sögð á meðal þeirra þátta sem réðu staðarvalinu.

7.500 fermetra húsnæði

Þá er framleiðslan er sérlega umhverfisvæn og er verksmiðjan sú fullkomnasta sinnar gerðar í heiminum. Þörungarnir eru ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni er stýrt nákvæmlega.

Algalíf nýtir nú 1.500 fermetra húsnæði sem þegar er til á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, en til stendur að byggja við það um 6.000 fermetra til viðbótar. Gengið hefur verið frá öllum samningum við KADECO, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. Samtals verða því verksmiðja og rannsóknarstofur í 7.500 fermetra húsnæði þegar uppbyggingunni verður lokið. Framleiðslan hefst strax en áætlað er að fullum afköstum verður náð árið 2016.

Verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af raforku til framleiðslunnar samkvæmt samningi við HS orku um raforkukaup til 25 ára.

Mbl.is: Nánast takmarkalaus markaður

Mbl.is: Tveggja milljarða fjárfesting

Frá verksmiðju Algalíf sem er sú fullkomnasta sinnar tegundar.
Frá verksmiðju Algalíf sem er sú fullkomnasta sinnar tegundar. Mynd/Algalíf
Framleiðsla Algalífs
Framleiðsla Algalífs Photographer.is / Geirix
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK