Bjarna Ben-megrunarkúrinn í Nettó

Í Nettó er hægt að kaupa inn samkvæmt Bjarna Ben …
Í Nettó er hægt að kaupa inn samkvæmt Bjarna Ben megrunarkúrnum. Mynd/Nettó

„Okkur fannst þetta létt og skemmtileg nálgun á annars alvarlegt málefni. Maður verður að reyna að brosa yfir þessu dæmi sem augljóslega gengur ekki upp,“ segir Hrefna Sif Ármannsdóttir, verslunarstjóri Nettó á Granda. 

Í versluninni hefur verið settur upp kælir með sérstökum „Bjarna Ben megrunarkúr“ þar sem tíndar voru til vörur sem falla undir þær forsendur sem gefnar voru í frumvarpi fjármálaráðuneyt­is­ins um breyt­ing­ar á lög­um um virðis­auka­skatt þar sem gengið er út frá því að máltíð fyrir einn í fjög­urra manna fjöl­skyldu kosti 248 krón­ur.

Ekki hægt annað en að brosa

„Við settum þarna skyr og banana og annað sem hugsanlega hefði eitthvað næringargildi og sögðum að þetta væri bara skemmtilegur megrunarkúr sem hann væri að skella okkur á. Við vorum með ýmislegt í pokahorninu þótt fjölbreytnin sé ef til vill ekki mikil,“ segir Hrefna kímin. „Maður verður að hafa smá léttleika yfir þessu þó svo að þetta sé ekki eitthvað til þess að brosa yfir.“

Kælirinn var settur upp í morgun og segir Hrefna að viðskiptavinir hafi haft gaman að. „Það er nú eiginlega ekki hægt annað en að hlæja að þessu því ég get ekki trúað því að fjölskylda fjármálaráðherra borði fyrir þessa upphæð,“ segir hún og bendir jafnframt á að hádegisverðurinn í þinginu kosti 550 krónur.

Frétt mbl.is: Þetta færðu fyrir 248 krónur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka