Framleiðslu Nokia farsíma hætt

Nokia símar voru áður mjög vinsælir á Íslandi og voru …
Nokia símar voru áður mjög vinsælir á Íslandi og voru 5110 símar sem þessi líklega með fyrstu kaupum marga. Mynd af Wikipedia

Framleiðslu á Nokia farsímum verður hætt á næstunni en Microsoft tilkynnti í dag að vörumerkið yrði framvegis ekki notað á nýja síma. Tæpt ár er síðan tölvurisinn yfirtók finnska farsímafyrirtækið. 

Héðan í frá munu símarnir sem áður hétu Nokia Lumia kallast Microsoft Lumia. Sá hluti Nokia fyrirtækisins sem ekki snýr að framleiðslu farsíma mun þó áfram notast við Nokia nafnið.

Microsoft keypti farsímahluta fyrirtækisins í apríl síðastliðnum fyrir um 7,2 milljarða Bandaríkjadala en síðan þá hefur framleiðsla á símunum dregist hægt og rólega saman.

Tilkynning Microsoft var staðfest á Facebook síðu Nokia í Frakklandi. Tilkynningin kemur þó nokkuð á óvart þar sem samið var um framleiðslu á Nokia farsímum til tíu ára við yfirtökuna.

Fleiri breytingar eru þá í gangi hjá Microsoft en framkvæmdastjórinn Satya Nadella tilkynnti í júlí að skorið yrði niður um átján þúsund störf en flestir þeir sem missa störfin sín koma úr röðum starfsfólks Nokia, eða um 12.500 manns.

BBC greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK