Linda nýr fjármálastjóri Marel

Linda Jónsdóttir
Linda Jónsdóttir Mynd/Marel

Linda Jónsdóttur hefur verið ráðinn sem nýr fjármálastjóri Marel og mun hún taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Linda hefur verið yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla frá árinu 2009. Erik Kaman sem hefur verið fjármálastjóri Marel síðan 2008 verður félaginu til ráðgjafar til 1. mars 2015.

„Ég vil þakka Erik Kaman fyrir framlag hans til félagsins á undanförnum árum og jafnframt bjóða Lindu velkomna sem nýjan fjármálastjóra. Linda hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika í fyrri forystustörfum sínum fyrir Marel. Ég er fullviss um að hún muni styrkja framkvæmdastjórnina. Verkefnið framundan er að aðlaga rekstur að settum markmiðum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.

Linda Jónsdóttir er 36 ára gömul og er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði hún við fjárstýringu og fjármögnun hjá Eimskip, Burðarási og Straumi fjárfestingabanka. Linda hefur setið í stjórn Framtakssjóðs Íslands frá árinu 2010.

Í kjölfar þessara breytinga verður Auðbjörg Ólafsdóttir yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta hjá Marel og Bjarki Björnson verður yfirmaður fjárstýringar og fjármögnunar. Auðbjörg Ólafsdóttir hóf störf sem sérfræðingur í fjárfestatengslum hjá Marel á síðasta ári. Hún er hagfræðingur og stjórnmálafræðingur að mennt.

Áður starfaði Auðbjörg hjá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, Greiningu Íslandsbanka og sem blaðamaður hjá Reuters og Viðskiptablaðinu. Bjarki Björnsson hóf störf sem sérfræðingur í fjárstýringu hjá Marel árið 2011. Hann er með meistaragráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í Viðskiptafræði frá sama skóla. Áður starfaði Bjarki hjá SP-Fjármögnun í fjárstýringu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka