Skattrannsóknarstjóri hefur fengið upplýsingar um fimmtíu Íslendinga sem grunur leikur á að hafi skotið fé undan skatt með því að fela það í skattaskjólum. Um er að ræða sýnishorn af mun umfangsmeiri upplýsingum og þá um mun fleiri Íslendinga.
Þetta kemur fram á fréttavefnum Kjarnanum og einnig að Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, hafi staðfest þetta. Þá kemur fram að það sé í skoðun að kaupa allan upplýsingapakkann.