Áhersla á sköpun og mannrækt

Fyrsta önn skólans í vor var fjölsótt. Voru nemendurnir átján.
Fyrsta önn skólans í vor var fjölsótt. Voru nemendurnir átján. Ljósmynd/Lungaskólinn

Lunga skólinn á Seyðisfirði hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Austurlandi. Um er að ræða einkarekinn lýðháskóla með áherslu á listir, sköpun og mannrækt og sérstöðu hvers einstaklings. Í honum eru ellefu nemendur, íslenskir og erlendir, sem allir greiða skólagjöld. Kennarar eru þrír auk stundakennara. Þetta er um 20 manna samfélag í allt.

Lunga skólinn hóf reglulega starfsemi í haust eftir tilraunakennslu með átján nemendum síðastliðið vor. Kennslutímabilið á haustönn er tólf vikur.

Hugmyndin að skólanum spratt upp úr samnefndri listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði. Sú hátíð hefur frá árinu 2000 dregið þúsundir gesta til bæjarins á hverju sumri.

Skólagjöldin stoppa ekki

Lunga er lýðháskóli með áherslu á listir, sköpun og manrækt og sérstöðu hvers einstaklings. Innblástur er sóttur til KaosPilot-háskólans í Danmörku. Í skólanum er farið djúpt í tilfinningar og upplifanir nemenda. Frjór jarðvegur hefur reynst fyrir þau vinnubrögð.

Skólinn er ekki ókeypis. Hver önn kostar rúmlega hálfa milljón króna. Verða nemendur að greiða skólagjöldin úr eigin vasa því skólin er ekki lánshæfur í opinbera kerfinu. Boðið er upp á greiðsludreifingu og nemendur hafa fram að þessu getað klofið að greiða gjaldið. Innifalið er gisting á staðnum allan námstímann.

Kennsla í Lunga skólanum fer fram á ensku. Húsnæði skólans er í félagsheimilinu Herðubreið, en gist er í gamla spítalanum sem nýlega hefur verið endurbyggður.

Lunga skólinn hefur notið styrkja frá menntamálaráðuneytinu og hefur það gert honum kleift að komast yfir erfiðasta hjallann í upphafi. Forsvarsmenn skólans hafa áhuga á því að starfsemin fái lagaumgjörð og hann njóti stuðnings eins og hver og önnur menntastofnun.

Helmingur nemenda í Lunga skólanum á haustönn er Íslendingar. Aðrir nemendur koma frá Ítalíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Föstu kennararnir eru þrír, en fjöldi stundakennara kemur að skólanum, m.a. frá útlöndum. Skólanum hefur verið styrkur að því að nokkrir þekktir einstaklingar hafa tekið sæti í stjórn. Þar má nefna Margréti Pálu Ólafsdóttur skólastjóra, Guðmund Odd, prófessor við Listaháskólann, og Ólaf Stefánsson handknattleiksmann.

Samfélagið í kringum skólann setur nokkurn svip á bæjarbraginn á Seyðisfirði, eflir mannlífið þar og færir staðnum tekjur og atvinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK