„Hvetjandi að fá klapp á bakið“

Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars ehf., sem fékk viðurkenningu Vitans 2014 …
Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars ehf., sem fékk viðurkenningu Vitans 2014 á landsvísu. mbl.is/Golli

„Það er ánægjulegt að heyra þetta. Það er alltaf hvetjandi að fá klapp á bakið,“ sagði Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars ehf. í Kópavogi, þegar blaðamaður Morgunblaðsins greindi honum frá því að fyrirtækið hlyti viðurkenningu blaðsins, Vitann 2014, á landsvísu fyrir að vera einn af vaxtarsprotum atvinnulífs á landsvísu.

Viðurkenningin er hluti af umfjöllun blaðsins undanfarnar vikur um vaxtarbrodda í íslensku atvinnulífi. Rafnar vinnur að þróun og tilraunasmíði báta með nýju skrokklagi sem hefur mikinn stöðugleika og mýkri hreyfingar en venjulegir bátsskrokkar. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er til húsa í Vesturvör í Kópavogi, eru 28.

Samtals hljóta tíu fyrirtæki viðurkenninguna Vitinn 2014 að þessu sinni og er fjallað um þau í Morgunblaðinu í dag. Þetta eru Traust þekking ehf. á Vesturlandi, G. Run á Snæfellsnesi, Norður & Co. á Vestfjörðum, Orkey á Akureyri, Lunga skólinn á Austurlandi, Grímur kokkur á Suðurlandi, Stolt Sea Farm á Suðurnesjum, Teledyne Gavia á höfuðborgarsvæðinu og Controlant í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK