Með gæðasalt fyrir neytendamarkað

Við eimingju á heitu vatni veðrur saltið eftir.
Við eimingju á heitu vatni veðrur saltið eftir. Ljósmynd/Norður & Co.

Saltverksmiðja Norður & Co á Reykhólum hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Vestfjörðum. Fyrirtækið framleiðir flögusalt á umhverfisvænan hátt fyrir neytendamarkað. Það hefur skapað ný störf og nýtir affallsvatn sem áður fór til spillis.

Rúmt ár er síðan framleiðslan hófst. Undir hana var byggt 540 fermetra stálgrindarhús við höfnina á Reykhólum. Starfsemin útheimtir núna sjö störf; fjögur á staðnum, tvö í Reykjavík og eitt í Danmörku. Ekki er ólíklegt að starfsmönnum eigi eftir að fjölga þegar fram líða stundir.

Hugmyndir um saltvinnslu úr sjónum við Reykhóla eru ekki nýjar af nálinni. Nefnd á vegum Danakonungs stakk upp á því fyrir 250 árum að hafin yrði saltvinnsla á staðnum. Vegna hafnleysis gekk það ekki, en í staðinn hófst saltvinnsla á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og stóð hún í tvo áratugi. Nú eru aðstæður breyttar, komin ágæt höfn og á staðnum er hin öfluga Þörungavinnsla sem nýja saltverksmiðjan fær affallsvatn frá. Að auki nýtir hún heitt vatn beint úr borholu.

Framleiðslan er rekin undir nafninu Norðursalt. Auk flögusaltsins eru uppi áform um fleiri vörur, svo sem fiskisósu. Hugmyndin að saltverksmiðjunni er komin frá frumkvöðlunum Garðari Stefánssyni framkvæmdastjóra og skólabróður hans frá Árósum, Sören Rosenkilde.

Öflugur stuðningur frá nýsköpunarsjóðum og stuðningsneti þeirra hefur gert þeim kleift að hrinda hugmyndinni sem kviknaði í námi þeirra í framkvæmd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK