Ný tegund af bátsskrokki

Tilraunir Landhelgisgæslunnar með bátinn Leiftur frá Rafnari hafa gefist mjög …
Tilraunir Landhelgisgæslunnar með bátinn Leiftur frá Rafnari hafa gefist mjög vel. Rafnar

Rúmlega tveggja mánaða ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um landið, þar sem sjónum var einkum beint að vaxtarbroddum í atvinnulífinu, lauk í síðustu viku. Eins og kynnt var í upphafi ferðar ákvað blaðið að veita einu fyrirtæki í hverjum landshluta og einu á landsvísu sérstaka viðurkenningu í ferðalok fyrir að skapa ný störf og tekjur eða forsendur sem ný atvinnutækifæri geta byggst á. Greint er frá þeim fyrirtækjum sem urðu fyrir valinu á næstu síðum. Á landsvísu hlýtur skipasmíðastöðin Rafnar í Vesturvör í Kópavogi viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014.

Rafnar vinnur að þróun og tilraunasmíði báta með nýju skrokklagi sem hefur mikinn stöðugleika og mýkri hreyfingar en venjulegir bátsskrokkar. Lagið á að gera bátunum auðvelt að ráða við válynd veður.

Með 38 starfsmenn

Starfsmenn fyrirtækisins eru 38 og hefur eigandinn, Össur Kristinsson, stofnandi stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf., lagt til rekstrarfé. Að auki er aðgangur seldur að öflugum vélum fyrirtækisins sem ekki eru til annars staðar hér á landi. Mikil bjartsýnir ríkir um að þessi bátsskrokkur geti orðið söluvæn vara á alþjóðlegum markaði.

Stjórnendur Rafnars vonast til að tilraunaframleiðsla fyrirtækisins komist á það stig á næsta ári að hægt verði að hefja markaðssetningu og sölu. Rafnar má skilgreina sem þróunar- og nýsköpunarfyrirtæki. Það hefur haft afar takmarkaðar tekjur af meginstarfseminni, en hún er hins vegar mjög kostnaðarsöm. Fyrirtækið þarf stórt húsnæði, öflugan vélbúnað og fjölda starfsmanna. Sannfæring um að verið sé að skapa eitthvað sérstakt ræður því að eigandinn hefur undanfarin ár lagt starfseminni til verulegt fé.

Eftirsóttar vélar

Þær takmörkuðu tekjur sem Rafnar hefur sem stendur stafa frá vélum fyrirtækisins. Búnaðurinn er öflugur og ekki til annars staðar hér á landi. Til dæmis um búnaðinn má nefna fimm ása vatnsskurðarvélar fyrir nánast öll efni, allt frá þykku stáli niður í þunnt gúmmí. Hafa ýmsir aðilar keypt þjónustu á þessu sviði af fyrirtækinu.

Samstarf við Gæsluna

Rafnar hefur við prófanir sínar á bátsskrokkum átt samstarf við Landhelgisgæsluna sem sýnt hefur verkefninu mikinn áhuga. Hefur Gæslan haft bátinn Leiftur til prófunar um skeið. Hann er skilgreindur sem aðgerðaslöngubátur. Hefur honum verið prufusiglt um þrjú þúsund sjómílur og reynst afar vel við erfiðar aðstæður á hafinu umhverfis landið. Hægt er að taka 90 gráða beygju á 40 hnúta hraða án þess að slá af eða vera nokkurn tíma hræddur um að detta útbyrðis. Þykir báturinn fara mjög vel með áhöfnina í slæmu sjólagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK