Vildi nýta hráefnið betur

Grímur Þór Gíslason stofnaði fyrirtækið Grím kokk.
Grímur Þór Gíslason stofnaði fyrirtækið Grím kokk. Ljósmynd/Grímur kokkur

Grímur kokkur í Vestmannaeyjum hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Suðurlandi. Fyrirtækið framleiðir tilbúna rétti sem seldir eru um land allt. Það hefur aukið verðmæti sjávaraflans í sinni heimabyggð og skapað 20 störf.

Grímur kokkur hefur vaxið á hverju ári frá því starfsemin hófst. Stofnandanum, Vestmannaeyingnum Grími Þór Gíslasyni matreiðslumeistara, hafði lengi blöskrað hve stór hluti af hráefninu í þessari stærstu verstöð landsins var fluttur út óunninn. Honum fannst að það ætti að gera úr því verðmætari vöru. Úr varð að hann stofnaði í félagi við konu sína og bræður fyrirtækið Grím kokk sem í núverandi mynd hefur starfað í áratug og framleitt tilbúna rétti sem seldir eru í matvörubúðum um land allt og njóta mikilla vinsælda.

Vörurnar eru sendar frá Eyjum til Reykjavíkur tvisvar á dag og sjá tveir sölumenn sem staðsettir eru í höfuðborginni um að koma þeim í búðir. Í Eyjum eru starfsmenn átján að tölu. Starfsemin skiptir miklu máli fyrir plássið. Í hlutfalli við íbúafjöldann þar er Grímur kokkur eins og mörg hundruð manna vinnustaður í Reykjavík.

Réttirnir sem Grímur kokkur framleiðir eru um þrjátíu talsins. Pakkningarnar eru af ýmsum stærðum og því fleiri. Auk fiskrétta eins og fiskibolla, fiskistanga, fiskibuffs, plokkfisks og ýsurúllu með fyllingu, er humarsúpa á boðstólum. Einnig nokkrar tegundir af grænmetisréttum svo sem gulrótarbuff og grænmetisbollur.

Meðal stórra viðskiptavina Gríms kokks er Reykjavíkurborg sem kaupir rétti hans fyrir mötuneyti sín.

Fyrir hálfu öðru ári flutti Grímur kokkur í núverandi húsnæði sem er tæpir ellefu hundrað fermetrar að stærð. Þar er nýtískulegur og fullkominn framleiðslubúnaður, að hluta til innfluttur og að hluta til smíðaður í Eyjum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK