Andri Árnason, framkvæmdastjóri 1800, segir að fyrirtækið muni höfða skaðabótamál gegn Já í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að Já upplýsingaveitur hafi brotið lög með alvarlegum hætti.
Miðlun, sem á og rekur 1800, kærði Já fyrir þremur árum fyrir óhóflega verðlagningu á aðgangi að gagnagrunni Já fyrir þremur árum en fyrirtækið vildi veita upplýsingaþjónustu um símanúmer en upplýsingarnar var hvergi hægt að nálgast annars staðar en í gagnagrunni Já.
Andri segir að niðurstaðan sé ekki bara ánægjuleg fyrir 1800 heldur alla neytendur sem fá nú loks samkeppni, valkosti og lægra verð. „Þetta eru góðar fréttir fyrir neytendur og þeirra sigur,“ segir Andri og bætir við að samkeppni sé af hinu góða. Þetta tryggir samkeppnisumhverfi á þessum markaði en það er langur vegur eftir segir Andri.
Okkar reynsla sýnir að baráttunni er ekki lokið því við eigum eftir að fá aðganginn að þessum gögnum. En þetta léttir auðvitað baráttuna og gerir okkur kleift að geta boðið upp á þessar upplýsingar fyrir betra verð,“ segir Andri.
Já braut lög með alvarlegum hætti