Stjórnendur Costco á Íslandi

Stjórnendur Costco eru enn að vega og meta kosti og …
Stjórnendur Costco eru enn að vega og meta kosti og galla þess að koma til Íslands.

Forsvarsmenn bandarísku verslunarkeðjunnar Costco voru staddir á Íslandi í vikunni að skoða aðstæður og innflutningsmál. Þetta segir lögmaður fyrirtækisins á Íslandi sem jafnframt segir að málið ekki sé komið á endastöð þótt það sé vissulega ekki á byrjunarreit.

„Þetta er að þróast og mjakast áfram. Ég veit ekki hvenær lokaákvörðun verður tekin en eins og þessu hefur verið lýst fyrir mér verður það alltaf forstjórinn sem mun á endanum segja af eða á þegar nægur undirbúningur hefur farið fram,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Costco.

Bensínstöð á Korputorg

Líkt og áður hefur verið greint frá horfa eigendur Costco helst til Kaup­túns í Garðabæ og Korpu­torgs sem staðsetningar fyrir verslunina. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar þann 22. október sl. var lögð fram fyrirspurn Korputorgs ehf. varðandi sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð á lóð þeirra. Tók meirihluti ráðsins jákvætt í fyrirspurnina en Gísli Garðarsson, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs greiddi hins vegar atkvæði gegn afgreiðslunni. 

Costco fylgja jafnan bens­ín­stöðvar og segir Guðmundur eigandann hafa óskað eftir þessu til að gera Korputorg að áhugaverðri staðsetningu. Beiðnina segir hann ekki komna frá Costco. 

Guðmundur segir ekkert eitt atriði standa því í vegi að verslunarkeðjan komi til landsins. „Þeir vilja bara kynna sér landið og reglurnar vel og vita hvað vörurnar komi til með að kosta og hvar sé ódýrast að flytja þær inn,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka