Greiði gjald fyrir forgang

Bókfært virði eigna föllnu bankanna nemur um 2.600 milljörðum.
Bókfært virði eigna föllnu bankanna nemur um 2.600 milljörðum. Samsett mynd/Eggert

Slita­bú föllnu bank­anna gætu þurft að greiða sam­tals mörg hundruð millj­arða króna í sér­stak­an skatt til rík­is­ins vilji þau und­anþágu frá fjár­magns­höft­um til að inna af hendi greiðslur úr landi til kröfu­hafa.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur meðal ann­ars fram, að  gert ráð fyr­ir því í fyr­ir­liggj­andi til­lög­um fram­kvæmda­stjórn­ar stjórn­valda um af­nám hafta að út­göngu­gjaldið verði 35%.

Fari slita­bú­in fram á að fá samþykkt­ar und­anþágu­beiðnir frá höft­um til greiðslu gjald­eyr­is til kröfu­hafa, líkt og áformað er í til­lög­um þeirra að nauðasamn­ingi, er talið eðli­legt að þau greiði fyr­ir slík­an for­gang í formi skatt­lagn­ing­ar.

Ekki hef­ur verið tek­in end­an­leg ákvörðun um hver skatt­pró­sent­an verður – hún gæti orðið hærri en 35% – en ljóst má vera að slita­bú­in þyrftu að óbreyttu að greiða vel yfir 500 millj­arða í skatt til rík­is­ins. Bók­fært virði eigna slita­búa Kaupþings, Glitn­is og gamla Lands­bank­ans (LBI) nam tæp­lega 2.600 millj­örðum króna um mitt þetta ár. Er­lend­ir aðilar eiga 94% allra krafna á hend­ur bú­un­um.

For­sæt­is- og fjár­málaráðherra hafa ít­rekað að mik­il­vægt sé að tryggja jafn­ræði við los­un hafta. Útgöngu­gjaldið er því yf­ir­lýs­ing af hálfu ís­lenskra stjórn­valda um að mögu­leg­ar greiðslur úr slita­bú­un­um yfir landa­mæri verði meðhöndlaðar með sama hætti og gild­ir um aðra ís­lenska lögaðila. Skipt­ir þá engu máli hvort greiðslurn­ar eru fram­kvæmd­ar í krón­um eða gjald­eyri enda eigi kröfu­haf­ar aðeins kröf­ur í krón­um á ís­lensk slita­bú. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins munu fyrstu til­lög­ur um los­un hafta, sem gætu litið dags­ins ljós á næstu vik­um, lúta að aðgerðum til að taka á af­l­andskrónu­vand­an­um og til­slök­un­um fyr­ir bein­ar er­lend­ar fjár­fest­ing­ar inn­lendra aðila úr landi og lengri tíma fjár­fest­ing­ar í er­lend­um verðbréf­um. Mun út­göngu­gjaldið einnig ná til af­l­andskróna eft­ir að þeim verður skipt í skulda­bréf í er­lendri mynt til mjög langs tíma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK