Rússland tapar um fjörtíu milljörðum Bandaríkjadala á ári vegna viðskiptaþvingana í kjölfar átakanna í Úkraínu að sögn fjármálaráðherra landsins. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði afleiðingarnar á efnahaginn ekki vera „banvænar“.
Fjármálaráðherrann, Anton Siluanov, sagði þá einnig að verðlækkun á olíu kostaði Rússland um níutíu til hundrað milljarð Bandaríkjadala á ári til viðbótar.
Í viðtali við TASS fréttastofuna sagði Pútín að Rússland væri í rétti í deilunni og að styrkur fengist að lokum úr sannleikanum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, ásakaði þá einnig vestræn ríki um að reyna ná fram kerfisbreytingum í Rússlandi með þvingunum sem miða að því skaða rússneskt efnahagslíf auk þess að hvetja almenning til mótmæla.
Gengi rúblunnar er nú í sögulegu lágmarki gagnvart Bandaríkjadal og hefur fallið um 30 prósent frá upphafi ársins.