Ísland er í efsta sæti á lista yfir „10 svölustu löndin til að heimsækja“ á árinu 2015 hjá tímaritinu Forbes.
Blaðamaður Forbes lagði nokkrar spurningar fyrir Owen Gaddis, yfirmann hjá lúxus-ferðaskrifstofunni Absolute Travel, en skrifstofan var m.a. valin sú besta í heimi af sinni tegund á árinu 2013. Var hann spurður hvaða land þyrfti að heimsækja á árinu 2015.
Eru milljónir ástæðna sagðar vera fyrir því að heimsækja Ísland. „Að mestu leyti óbyggt, er Ísland staður þar sem álfar og tröll eru sögð vafra um, hoppa á ísjökum, baða sig í jarðhitaböðum og leynast í þokukenndum klettum. Á einhvern hátt, þegar þú ert kominn þangað, virðist þetta allt vera mögulegt,“ segir þar. Gaddis segir það vera líkt og að ferðast til hliðstæðrar veraldar að ferðast til Ísland. Þar sem hvert einasta augnablik er fyllt ævintýrum, ótrúlegu landslagi, þjóðtrú og vanmetnum nautnum. „Það fær þig til að trúa á töfra á ný,“ segir Gaddis og bætir við að hægt sé að veiða og kafa, fara í hellaskoðanir og göngur eða brimbretti.
Í öðru sæti listans er Marokkó, í þriðja er Víetnam, í fjórða er „Praire Reserve“ í Montana í Bandaríkjunum, í fimmta sæti er Tasmanía, sjötta sæti er Kólumbía, sjöunda sæti er Japan, áttunda er Argentína, í því níunda er Nepal og tíunda er Sri Lanka.