Verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki heims

Þú gefur einfaldlega upp staðsetningu þína í gegnum appið og …
Þú gefur einfaldlega upp staðsetningu þína í gegnum appið og næsti bílstjóri sem skráður er hjá fyrirtækinu sækir þig. AFP

Leigubílaþjónustan Uber hefur klárað lokastig fjármögnunarferlisins og er fyrirtækið nú metið á um 40 milljarða dollara og telst verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki veraldar.

Til að setja verðmætið í samhengi er áhugavert að sjá lista Wall Street Journal yfir verðmætustu nýsköpunarfyrirtækin en þar má sjá að enginn er með tærnar þar sem Uber hefur hælana.

Ljóst er að fyrirtækið vex á ógnarharða þar sem það var metið á 17 milljarða dollara í júní sl. Travis Kalnick, einn stofnandi Uber, ritaði bloggfærslu í gær, þar sem hann sagði að nýtt fjármagn myndi hjálpa fyrirtækinu að ryðja sér til rúms á Asíumarkaði.

Ógnar leigubílstjórum

Fyrir einungis ári var fyrirtækið starfandi í 60 borgum í 21 landi. Í dag er hægt að nálgast þjónustuna í 250 borgum í 50 löndum. Uber á enga bíla og engir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu. Hins vegar tengir fyrirtækið farþega og almenna ökumenn saman í gegnum appið sitt. 

Mörg stétt­ar­fé­lög leigu­bíls­tjóra hafa þó séð þessa þróun sem ógn og telja að unnið sé gegn hags­mun­um stétt­ar­inn­ar. Hafa þau sagt að bíl­stjór­arn­ir hafi ekki rétt­indi til akst­urs og reynt að koma í veg fyr­ir að leigu­bíl­ar, sem ekki eru á venju­leg­um leigu­bíla­stöðvum, séu notaðir í slík­an akst­ur.

Ekki hefur verið gefið upp hverjir nýju fjárfestarnir eru, en á meðal fyrri fjárfesta eru Goldman Sachs, Google Ventures, Blackrock og stofnandi og forstjóri Amazon, Jeff Bezos.

BBC greinir frá þessu.

Leigubílstjórar eru ekki sáttir með þróunina.
Leigubílstjórar eru ekki sáttir með þróunina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK