Uber á leið til Íslands?

Þú pantar leigubíl í gegnum Uber appið þegar þú notar …
Þú pantar leigubíl í gegnum Uber appið þegar þú notar þjónustuna. AFP

Nægilega mörgum undirskriftum hefur verið safnað á vefsíðu leigubílaþjónustunnar Uber til þess að fyrirtækið geti hafið starfsemi í Reykjavík. Er nú hægt að skrá sig sem bílstjóra á síðunni.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá þessu í dag. Ljóst er að fyrirtækið vex á ógnarhraða og er nú hægt er að nálgast þjónustuna í yfir 250 borgum um allan heim. Mbl.is greindi frá því á dögunum að Uber teldist orðið verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki heims eftir að fyrirtækið kláraði lokastig fjármögnunar sinnar. Er fyrirtækið metið á um 40 milljarða dollara.

Uber á enga bíla og eng­ir starfs­menn eru hjá fyr­ir­tæk­inu. Hins veg­ar teng­ir fyr­ir­tækið farþega og al­menna öku­menn sam­an í gegn­um appið sitt. Mörg stétt­ar­fé­lög leigu­bíls­tjóra hafa séð þróunina sem ógn og telja að unnið sé gegn hags­mun­um stétt­ar­inn­ar. Hafa þau sagt að bíl­stjór­arn­ir hafi ekki rétt­indi til akst­urs og reynt að koma í veg fyr­ir að leigu­bíl­ar, sem ekki eru á venju­leg­um leigu­bíla­stöðvum, séu notaðir í slík­an akst­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka