Uber bannað á Spáni

Hægt er að panta til sín bílstjóra í gegnum Uber …
Hægt er að panta til sín bílstjóra í gegnum Uber appið. AFP

Starfsemi leigubílaþjónustunnar Uber hefur verið bönnuð á Spáni en dómari sagði bílstjórana skorta tilskilin leyfi til akstursins og veittu leigubílstjórum þannig ósanngjarna samkeppni.

Samtök leigubílstjóra í Madríd, höfuðborg Spánar, fóru fram á lögbannið. Dómarinn sagði úrskurðinn ekki vera heimspekilega yfirlýsingu um markaðsfrelsi heldur væri hann einungis byggður á gildandi spænskum lögum

Segja má að lögbannið hafi verið síðasta vígi leigubílstjóranna í baráttunni gegn Uber á Spáni en stjórnvöld höfðu áður varað viðskiptavini þjónustunnar við því að þeir gætu átt yfir höfði sér sex til átján þúsund evra sektargreiðslu, ef þeir nýttu sér þjónustuna. Þá höfðu hugmyndir um að vörslusvipta ökumenn á vegum fyrirtækisins einnig verið viðraðar.

Uber til Íslands?

Stjórn­völd í Nýju-Delí á Indlandi bönnuðu í gær alla starf­semi leigu­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Uber eft­ir að farþegi sakaði bíl­stjóra á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins um nauðgun.

Greint var frá því í gær að nægi­lega mörg­um und­ir­skrift­um hef­ur verið safnað á vefsíðu leigu­bílaþjón­ust­unn­ar Uber til þess að fyr­ir­tækið geti hafið starf­semi í Reykja­vík. Er nú hægt að skrá sig sem bíl­stjóra á síðunni.

Engir bílar og engir starfsmenn

Þjónusta Uber virkar þannig að fólk getur pantað bíl í gegnum app í símanum. Fyrirtækið á enga bíla og eng­ir starfs­menn eru hjá fyr­ir­tæk­inu en hins veg­ar geta almennir borgarar skráð sig sem bílstjóra og tengir appið þá við farþega á sama svæði.

Mörg stétt­ar­fé­lög leigu­bíls­tjóra hafa séð þró­un­ina sem ógn og telja að unnið sé gegn hags­mun­um stétt­ar­inn­ar. Hafa þau sagt að bíl­stjór­arn­ir hafi ekki rétt­indi til akst­urs og reynt að koma í veg fyr­ir að leigu­bíl­ar, sem ekki eru á venju­leg­um leigu­bíla­stöðvum, séu notaðir í slík­an akst­ur.

Mbl.is greindi frá því á dög­un­um að Uber telst orðið verðmæt­asta ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki heims eft­ir að hafa klárað loka­stig fjár­mögn­un­ar sinn­ar. Er fyr­ir­tækið metið á um 40 millj­arða doll­ara.

Stjórnandi Uber í Nýju-Delí á fundi með formanni kvensamtaka í …
Stjórnandi Uber í Nýju-Delí á fundi með formanni kvensamtaka í borginni ásamt stjórnvöldum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK