Riftu samning Baðhússins vegna vanefnda

Linda Pétursdóttir er hætt reksti Baðhússins.
Linda Pétursdóttir er hætt reksti Baðhússins.

Leigusamningnum um húsnæði Baðhússins í Smáralind var rift vegna vanefnda að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins fasteignafélags. Húsnæðið er í eigu félagsins.

Hann segir Reginn hafa staðið við alla gerða samninga. „Við vinnum jafnan mjög vel með leigutökum en síðan eru bara frávik frá því og stundum ganga hugmyndir fólks ekki eftir  vegna ýmissa ástæðna,“ segir Helgi.

Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, tilkynnti um lokun líkamsræktarstöðvarinnar í gær og sagði að um sorgleg tímamót væri að ræða. „Mér líður eins og ég hafi verið plötuð og feng­in hingað á fölsk­um for­send­um,“ sagði hún í tilkynningu. Þá sagði hún ítrekaðar seinkanir á afhendingu húsnæðisins, ófullnægjandi ástand þess og hávaða sökum framkvæmda hafa truflað reksturinn. Hún segir að ekki hafi verið staðið við gefin loforð um afhendingartíma og það hafi kostað líkamsræktina viðskipti.

Ekki ljóst hvenær húsnæðið verður rýmt

Aðspurður um ásakanir Lindu segir Helgi fyrirtæki vinna á grunvelli samninga en ekki loforða. „Það eru gerðir samningar um svona verkefni og síðan er samið um þar til gerðar breytingar á þeim. Við stóðum við þá alla,“ segir hann. Þá vildi hann ekki gefa upp í hverju vanefndirnar hefðu falist og sagðist ekki vilja ræða smáatriði einstaka samninga.

Helgi segir riftunarferlið nú vera yfirstandandi og ekki sé ljóst hvenær húsnæðið verður rýmt. „Þetta er bara ákveðið ferli þegar fyrirtæki ákveða að fara þessa leið. Nú er hún búin að tilkynna um lokun og ég veit ekki meira,“ segir hann. Þá segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um húsnæðið.

Svara ekki spurningum um gjafakort

Í tilkynningunni frá Lindu kom fram að all­ir viðskipta­vin­ir Baðhúss­ins sem eiga kort í lík­ams­ræktina munu geta nýtt kort­in út gild­is­tím­ann hjá Sport­hús­inu sem er í næsta ná­grenni Baðhúss­ins. Ekki hefur náðst í Lindu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en á Facebook síðu Baðhússins segir að samningar munu ekki halda áfram í innheimtu. Þá falla greiðslur til KK kvenna niður, en þeim býðst engu að síður að æfa frítt til 31. janúar í Sporthúsinu.

Fjölmargir hafa spurt um gjafabréf í Baðhúsið sem keypt voru í jólagjafir, en engin svör hafa borist varðandi þau. Þá hefur líkamsræktin Sparta í Kópavogi einnig boðið öllum þeim sem áttu kort í Baðhúsinu að æfa hjá þeim fram á nýja árið.

Frá húsnæði Baðhússins í Smáralind. Linda stofnaði Baðhúsið 1994, þá …
Frá húsnæði Baðhússins í Smáralind. Linda stofnaði Baðhúsið 1994, þá aðeins 24 ára gömul. Fyrstu þrjú árin var Baðhúsið til húsa í Ármúla, þaðan sem það flutti í Brautarholt. Baðhúsið opnaði í Smáralind fyrir um ári síðan. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka