Spá 10% verðbólgu í Rússlandi

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Seðlabankinn í Rússlandi spáir nú 10 prósent verðbólgu undir lok ársins auk þess sem talið er að hagvöxtur verði enginn á næsta ári. Rúblan er í frjálsu falli og er henni ásamt vestrænum viðskiptaþvingunum og lækkandi olíuverði kennt um ástandið.

Stýrivexti voru þá hækkaðir um eitt prósent og standa nú í 10,5 prósentum. Á vefsíðu seðlabankans var þá einnig birt tilkynning er sagði að vextir yrðu hækkaðir enn frekar vegna aukinnar verðbólguhættu.

Verðmæti rúblunn­ar hefur dreg­ist sam­an um 60% gagnvart bandaríkjadal á árinu.

Í síðustu spá rússneska seðlabankans var gert ráð fyrir að ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna myndu drag­ast sam­an um allt að 2,8 pró­sent en í fyrri spá hafði verið gert ráð fyr­ir 0,4 pró­sent vexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK